Askur
Þetta er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Af ætt finnskra lapplandshunda í móðurætt og pabbinn er blanda af síberianhösky og dalmanti. Hvolpurinn er 7 vikna gamall og hefur fengið nafnið Sá... nei, bara grín "Askur". Askur og Embla voru fyrstu manneskjurnar í heimi norrænu goðafræðinnar... Adam og Eva hjá kristnum.
Pabbi og Dóra komu fyrir viku og það er búið að vera indislegt að hafa þau hérna hjá sér. Pabbi hjálpaði mér við að mála gerðið og í hjáverkum smíðaði ég sólpall við húsið.
Pabbi og Dóra komu fyrir viku og það er búið að vera indislegt að hafa þau hérna hjá sér. Pabbi hjálpaði mér við að mála gerðið og í hjáverkum smíðaði ég sólpall við húsið.
Við fórum á safn í Jakobsstað sem heitir "Nanuq", já allso grænlenskt safn. Þetta eru ekki bara einhverjir munir, nei þarna er búið að byggja upp grænlenskt safn með húsum og einstökum munum úr sögu Grænlands. Algerlega frábært menningarframtak eins manns... Pentti Kronqvist sem er sérstakur áhgamaður um Grænland og heimskautin. Til Jakobstað í safnið Nanuq... sem þýðir ísbjörn á grænlensku... förum við alveg pottþétt með Söndru þegar hún kemur í júlí.
2 Ummæli:
Þann 9:40 e.h. , Nafnlaus sagði...
Jiii litli Askur ótrúlega sætur!! litla krúsídúllan sko :D
Gaman að hafa afa & ömmu hjá ykkur og svo þegar sandra kemur í júli :-)
-væri gaman að kíkja á þetta safn, hljómar rosa flott :D
Knúsar og kossar á englana mína og Petru,,,,já og Ask :D
Kiss kiss
Þín Solla
Þann 3:32 e.h. , Nafnlaus sagði...
Jiiii en hvað hann er sætur :) Hlakka ekkert smá til að dúllast í honum í sumar :)
og þetta safn hljómar vægast sagt áhugavert.
Knús knús
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim