Stefán Sturla Sigurjónsson

20 maí 2010

Allt í gangi maður...

Já, já, ég veit það líður stundum langt á milli blogga. Það er bara svo gott veður hér í Finnlandi. Sumarið kom fyrir 10 dögum og síðan er búið að vera 20 til 27 stiga hiti. Aðeins svalar á næturnar. Þannig að maður er ekki mikið við tölvuna. Hins vegar fullt af fréttum.
Um helgina tekur Adam þátt í "Staffetkarnevalinu..." þetta er hátíð allar grunnskólakrakka í Finnlandi. Fleiri þúsund börn hittast og keppa í allskonar leikjum í Helsinki. Adam var valin í lið í sínum skóla. Adam fer með rútu kl 0600á morgun föstudag. Svefnpoki, loftdýna, psp og alles... fyrsta langferðin einn. Prinsinn að verða 11 ára... úff hvað tíminn flýgur. Anna prinsessa fékk bit eftir "festing" í höfuðið fyrir viku þegar hún fór með skólanum sínum í víðavangshlaup í Öberget. Í kjölfarið fékk hún mikinn hita og er búin að vera á pensilínkúr síðan til öryggis. Svona bit geta verið hættuleg.
Þegar það er svona heitt hef ég hestana inni yfir hádaginn og úti á næturnar. Það er svolítið svalara inni fyrir þá og ekki fluga að angra. Ég verð með reiðnámskeið um helgina, svo ég kemst ekki með prinsinum á íþróttahátíðina. Fer hins vegar til Borgå þann 29. maí og verð til 4. júní. Við munum sýna Græna landið í leikhúsinu í Borgå. Svo hefur sýningin verið valin sem sýning Wasa teater á Hangö leiklistarhátíðina 10. til 13. júní.
Þann 15. júní koma síðan pabbi og Dóra til Finnlands. Þá verður fjör.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim