Góðar móttökur
Kominn heim til Sundom eftir góða ferð á leikhúshátíð í Åbo með Græna landið. Við fengum frábærar viðtökur og mikið látið með sýninguna. Næsta stopp er í Borgå fyrstu dagana í júní. Þá sýnum við þrisvar í nýju leikrými í Borgå. Þetta verður jafnframt fyrstu sýningar okkar... leikhópsins Loka, sem hefur tekið yfir framvæmd á sýningunni, með samstarfssamningi við Wasa teater. Nú erum við að skoða möguleika á að sýna í Helsinki í haust og fara eftir það til Åbo og sýna þar í sænska leikhúsinu. Í loka ágúst verðum við með fjórar sýningar í Stokkhólmi á vegum finnska og íslenska sendiráðanna. Sýnum að öllum líkindum í Teater Pero. Fólk virðst vera það hrifið af sýningunni að nú reinir kanski fyrst og fremst á samningahæfileika hópsins.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim