Stefán Sturla Sigurjónsson

16 apríl 2010

Tímahlaup.

Enginn velkist í vafa um að áhrifin af eldgosinu frá Eyjafjallajökli eru gríðarleg. Flugvellir sem afgreiða allt að 180 þúsind manns á dag eru lokaðir... öll lofthelgi skandinavíu er lokuð. Ísland skýtur fólki í evrópu aftur um hundrað ár... hvað varða ferðamöguleika. Það sama og bretar og hollendingar eru að reyna að gera íslendingum, fjárhagslega. Þetta eldgos kemur við okkur öll á einn eða annan hátt. Petra átti að vera í Svíþjóð í dag og á morgun með fyrirlestra. Auðvitað er hægt að fara með bát, en það tekur nú bara sólahringinn að komast frá Vasa til Gautaborgar... sjóleiðinaog með lestum, sem er hin þægilegasta ferð. En það var full seint að leggja af stað í gærkvöldi. Hins vegar var stóri bró stoltur að sjá að Krissi var með aðalfréttina á sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, nefnilega flugstoppið.
Þrátt fyrir að fólk geti ekki ferðast um háloftin milli landa eða borga, heldur lífið áfram sinn vana gang fyrir flesta. Gleymum því ekki að flug er tilbúin þörf eins og svo margt í okkar samfélagi þá miðast flug við að komast sem lengst á sem skemmstum tíma. Áður fór fólk bara sjóleiðina og naut þess. Fátt ef nokkuð í okkar samfélagi mengar eins mikið og flugvélar. Nú er tækifæri til að endurskoða ferðavenjur okkar. Ég mæli með skipaferðum. Hættum að keppa við tímann. Það gengur ekki því hann sigrar alltaf, tíminn er, sama hvað vð reynum að berja á honum. Hvernig væri heldur að njóta hans.
Það gerðum við með Önnu í gærkvöldi. Söngleikurinn "Blommor och skratt" eða Blómin og hlátur, var sýndur fyrir foreldra, systkyni og aðra ættingja í skólanum hennar í gær. Og í einu orði þetta var "ÆÐI".

1 Ummæli:

  • Þann 2:18 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    En hvað litlu systkinin mín eru öll frábær, bara öll að "meika það" á sínum vettvangi :)
    knús
    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim