Stefán Sturla Sigurjónsson

13 apríl 2010

Flottir strákar.

Hæfileikakeppni var haldin fyrir nemendur æfingaskóla kennaraháskólans hér í Vasa. Þar eru nemendur til fjórtán ára aldurs, Adam Thor er einn af þeim. Hann og frændi hans Johannes, báðir miklir Michael Jackson aðdáendur, hafa lagt mikið á sig til að ná góðum tökum á danssporum meistarans. Þeir frændur ákváðu að taka þátt í hæfileikakeppninni. Fara þangað með dansnúmer... þarf varla að taka fram hvaða! Þeir æfðu grimmt síðustu dagana fyrir keppnina. Yfir fjörtíu atriði voru skráð og aðeins tólf valin áfram. Ég hafði það á tilfinningunni að þeim fannst bara sjálfsagt og eðlilegt að þeir kæmust áfram. Sjálfstraustið í lagi þar. Enda fór það svo, þeir eru komnir áfram í lokakeppnina sem fram fer í kringum skólaslitin í maí. Flottir strákar.

1 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim