Góður gestur í Vasa
Í gær var Guðlaug María, kona Ólafs Hauks á Græna landinu hér í Vasa. Hún er á fyrirlestraferðalagi í Finnlandi, þar sem hún kynnir aðferðir sínar við leiktúlkunar– og tjáningakennslu fyrir grunnskóla, sérstaklega hvað varðar hreifihamlaða og þroskahefta. Ef ég skildi hana rétt. Hún setti sig í samband við okkur og kom sem sagt á sýningu í gær, fimmtudagskvöld. Hún kom með frænda sínum og hans frú sem búa í Jakobstað um 100 km. fyrir norðan Vasa. Þau voru alveg í skýunum eftir sýninguna og Gulla sagði að hún mundi sjá til þess að Óli Haukur kæmi til Finnlands til að sjá þessa fallegu sýningu. Í dag fer svo leikhópurinn til Närpes. Þar verður síðasta sýning fyrir páska. Svo byrjar törnin strax eftir páskafrí fram í miðja maí. Þá líkur sýningum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim