Stefán Sturla Sigurjónsson

17 mars 2010

Sæljónið

Nú er ég byrjaður á nýrri bók fyrir börn... eða ætti heldur að segja, byrjaður þar sem frá var horfið. Fyrir um 10 árum skrifaði ég þætti fyrir barnadeild sjónvarpsins sem aldrei voru framleiddir. Framleiðslustjórinn sem þá var hætti allt í einu við að gera þættina. Ég fékk aldrei útskýringu á hvers vegna. Nú er ég að dusta rikið af hugmyndinni og gera hana að bók fyrir börn. Vinnu heitið er "Adam og sæljónið". Ekki byrjaður að sína útgefanda handritið enda ekki búinn að skrifa nema tvo kafla. Sjáum hvað setur. Bókin fjallar um Adam , ungan strák sem sem flytur með mömmu sinni í þorp við lygnan fjörð. Þar kynnist hann gömlum trillusjómanni sem heitir Ægir og er kallaður "sæljónið". Bókin segir frá samskiptum þeirra. Annar að hefja lífið, hinn að enda það.

1 Ummæli:

  • Þann 4:56 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hljómar spennandi :)
    kv.Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim