Stefán Sturla Sigurjónsson

19 febrúar 2010

Mín er gleðin og þakklætið

Á morgun 20. febrúar er frumsýning í Wasa teater á Græna landinu. Undanfarna daga höfum við verið með opin rennsli. Þannig að nú þegar hafa um 200 manns séð verkið. Forsýning í kvöld, eða generalprufa. Hún er uppseld. Sýningin hefur spurst hratt út og virðist sem fólk líki mjög vel. Það þíðir náttúrulega að miðasala hefur tekið vel við sér.
Andinn í hópnum alveg frábær. Svo góður að starfsfólkið í leikhúsinu talar um það. Ég er nú þegar búinn að fá óskir fá leikurum um að fá að vera með í næstu uppsetningu. Hef hins vegar ekki fengið boð frá leikhússtjóra, núverandi eða nýráðnum.
Það er frábært að vinna með leikurunum í Græna landinu. Ekki auðvelt að leika þetta verk og enn síður fyrir 72 ára leikara að leika aðalhlutverkið, sem er mjög erfitt og reynir á að vera allan tímann inni á sviðinu í einn tíma og fjörtíu mínútur án hlés. Borgar Garðarsson gerir þetta hins vegar svo vel að fólk stendur á öndinni. Ég trúi að hann hafa sjaldan eða aldrei verið jafn góður á sviði. Hann er ótrúlegur kallinn. Sýnir blæbrigði í líkamstjáningu jafnt og textameðferð, ég tala nú ekki um þá djúpu tilfinningu sem hann hefur fyrir innri gerð persónunnar og rithma sýningarinnar. Hvað svo sem gagnrýnendur munu segja um uppsetninguna þá eru leikararnir að gera stórkostlega hluti. Ég feta mig á braut sem ég hef aldrei farið inná áður. Leiði leikarana lengra á djúpið og einfaldleikann. Sleppi allri hljóðmynd, engin tónlist eða annað auka hljóð. Mannstu eftir að hafa farið á leiksýningu án hljóðmyndar? Það eru ótrúleg sterk áhrif, þögnin er svo ótrúlega sterkt hljóð. Skrifa seinna um hver mín hugmynd er á bakvið það að sleppa algerlega tónlist og allri annari nútíma hljóðtækni í þessari leiksýningu.

2 Ummæli:

  • Þann 2:36 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ það borgar sig að hafa Borgar,

    Þetta hljómar allt mjög vel og er ég viss um að vel til takist - gangi ykkur öllum vel á morgun sem að þessari sýningu standið.

    Kveðja
    Björninn

     
  • Þann 4:05 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Takk kæri minn.
    Væri gaman að hafa bangsan hérna en veit að þú ert með í anda...
    SSS

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim