Þorrablót í Sundom.
Við buðum leikurunum og listrænum stjórnendum sýningarinnar Græna landið í þorrablót hérna heima í Sundom í gær. Auðvitað þótti flestum þetta nokkuð fráhrindandi matur. En allir nema grænmetisætan smökkuðu á öllu. Harðfiskurinn þótti góður en hákarlinn var borin hálffrosinn á borð. Þannig lyktar hann ekki eins sterkt og var bara viðurkenndur sem matur. Hins vegar þótti Finnunum erfitt að horfast í augu við matinn og það fór hrollur um liðið þegar ég stakk augað úr ærinni og átþað. Leikkona hópsins vara ekki alveg með það á hreinu hvernig hún átti að útskíra fyrir manninum sínum að hún hafi verið heima hjá leikstjóranum og með eystun í munninum. Öllu góðgætinu var skolað niður með íslensku brennivíni og bjór. Það voru hressir leikarar sem mættu á æfingu í morgun og rennslið var flott hjá þeim.
7 Ummæli:
Þann 10:39 f.h. , Nafnlaus sagði...
Af hverju erum við alltaf að misbjóða útlendingnum með þessum andsk. viðbjóði - ég skil þetta ekki.
Það er ekkert eðlilegt að borða sviðasultu sem horfir á þig og er líka í hori ojbara.
kv. abs
Þann 11:56 f.h. , Nafnlaus sagði...
Vona að það hafi verið gaman hjá ykkur :)
kv.Sandra
Þann 4:30 e.h. , Nafnlaus sagði...
hahaha...Ég þekki þetta og hef eiginlega sömu sögu að segja, eða að tyggja á. Er ekki bara gaman að því að sjá hve hvumsa fólk verður að stara í auga mats síns.. :þ)
Kveðja þið í eystri
GÞ
Þann 5:10 e.h. , Nafnlaus sagði...
Matur með augu og hor er bæði gómsætur og náttúrulega kriddaður. Mmmmm gott, gott og sýnir meginlandsfólki hvað við eyjaskeggjar norður í íshafi leggjum okkur til munns.
:-)
Þann 5:11 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Einmitt og þetta var algert æði...
Þann 2:32 e.h. , Nafnlaus sagði...
Sæll meistari SSS
Þú tókst þig vel á baksíðu fréttablaðsins í morgun - til hamingju með þetta verk.
Kveðja Björninn
Þann 11:03 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Takk bangsi minn.
Kemur þú á frumsýningu?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim