Leikhúsið og galdur þess
Tíminn, leikarinn, ljósið og rímið.
Þegar ég vinn að uppsetningu leiksýningar eru þetta hugtökin sem ég velti fyrst fyrir mér.
Tíminn er abstrakt hugtak. Við skilgreinum hann oftast sem fortíð, nútíð og framtíð. En hvernig hugsar maður í nútíð um fortíð, hvernig vinnur minnið? Munum við öll hlutina á sama hátt. Hvernig getur fortíð verið tími en ekki bara minni? Eða framtíð. Getur framtíð verið tími? Er framtíð ekki bara hugmynd? Hvernig getur tíminn verið langur? Er tími ekki bara augnablikið... núið? Eða er tíminn upplifun, minni?
Manneskjan er flókin og óútreiknanleg. Í okkur öllum leynast skúmaskot tilfinninga sem við sínum sjaldan. Að skapa persónu í leiksýningu er flókið og erfitt verk. Margir halda að það sé bara að stæla göngulag og hreifingar og sjá persónunni fyrir búningum. En svo er aldeilis ekki. Það sem góður leikari gerir er að sjá persónu sinni fyrir tilfinningum, skilningi, hugsun, holdi og blóði. Engin manneskja er einlit. Sé leikari að tjá vonda manneskju, skal hann leita að kostum hennar. Leikarinn skal leita í skúmaskot persónu sinnar til að skilja viðbrögð hennar, lifa persónu sína.
Þegar ég vinn að uppsetningu leiksýningar eru þetta hugtökin sem ég velti fyrst fyrir mér.
Tíminn er abstrakt hugtak. Við skilgreinum hann oftast sem fortíð, nútíð og framtíð. En hvernig hugsar maður í nútíð um fortíð, hvernig vinnur minnið? Munum við öll hlutina á sama hátt. Hvernig getur fortíð verið tími en ekki bara minni? Eða framtíð. Getur framtíð verið tími? Er framtíð ekki bara hugmynd? Hvernig getur tíminn verið langur? Er tími ekki bara augnablikið... núið? Eða er tíminn upplifun, minni?
Manneskjan er flókin og óútreiknanleg. Í okkur öllum leynast skúmaskot tilfinninga sem við sínum sjaldan. Að skapa persónu í leiksýningu er flókið og erfitt verk. Margir halda að það sé bara að stæla göngulag og hreifingar og sjá persónunni fyrir búningum. En svo er aldeilis ekki. Það sem góður leikari gerir er að sjá persónu sinni fyrir tilfinningum, skilningi, hugsun, holdi og blóði. Engin manneskja er einlit. Sé leikari að tjá vonda manneskju, skal hann leita að kostum hennar. Leikarinn skal leita í skúmaskot persónu sinnar til að skilja viðbrögð hennar, lifa persónu sína.
Ljósið er abstrakt. Það er mikill áhrifavaldur í lífi hverrar persónu. Með ljósi stjórnast tilfinningar. Ljós ræður gríðar miklu um hugarástand fólks. Með ljósi skapar maður stemmingu og litirnir eru í ljósinu. Sé ekkert ljós eru engvir litir. Notkun á ljósi í leikhús er því mikil studia og aðeins á færi listamanna að kveikja á perunni á leiksviði.
Rímið er mest abstrakt af hugtöknum fjórum. Án rímis er ekkert. En ef ekkert er í ríminu, gerist ekkert. Þannig getur leikarinn, tíminn og ljósið ekki án rímisins verið, hvort sem það er úti eða inni. Notkun á ríminu er síðan hluti af hinu sýnilega en þarf um leið að vera djúp tákræn mynd heildarverksins. Leikhús er því abstrakt í eðli sínu. Þar sem listafólk leitast við að kalla fram tilfinningar leikhússnjótandans. Abstrakt því listafólkið leitst við að skapa atburði og atburðarás í leikhúsi. Þegar við förum inn í leikhús til að upplifa þar leiksýningu erum við þegar komin í abstrakt ástand.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim