Stefán Sturla Sigurjónsson

10 janúar 2010

Leikhúsið í Vasa

Fyrsta vikn liðin í æfingaferli á "Græna landinu". Gengur skemmtilega og hópurinn samstilltur. Í vikunni fórum við í gegnum allt leikritið á gólfinu. Greindum einstaka þætti þess og leituðum að hinum sanna tóni. Hins vegar hef ég ákveðið að nota engan tón... þ.e.a.s. það verður engin tónlist flutt í verkinu. Á fyrsta samlestri var sú sérstaka staða uppi að við höfðum leikmyndina í fullri stærð á gólfinu. Venjan er að vera með mótel og kynna leikurum og öðrum aðstandendum uppsetningar sem er að fara í æfingu útlit leikmyndarinnar. Við erum því að æfa í leikmynd frá fyrsta degi... æði.
þann 12. janúar hefjast viðtöl vegna stöðu leikhússtjóra við Wasa teater. Klukkan 15:30 mæti ég starfsfólki leikhússins sem fær tækifæri að rekja úr mér garnirnar og ég að kynna þeim mínar hugmyndir. Daginn eftir verður svo langur dagur með leikhúsráði og rekstrarstjórn leikhússins.
Við fáum síðan að vita þann 27. janúar með hverjum starfsfólk leikhússins mælir og á fundi rekstrarstjórnar þann 9. febrúar verður tekin ákvörðun um hver verður valinn næsti leikhússtjóri Wasa teater til þriggja ára með framlengingu um þrjú ár, ef samstaða er um það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim