Skuggalegir tímar
Nú fer sólin að hækka á lofti. Allt gerist þetta svo hratt þegar maður vill gjarnan hæga á. Man þegar ég var yngri en ég er núna, að tíminn leið svo ósköp hægt, þegar ég var enn yngri ætluðu jólin aldrei að koma. Nú fljúga þau hjá og tíminn með. Skammdegið er mér hins vega afar kært. Þá líður mér vel. í rökkrinu gerast svo óskaplega margir og spennandi hlutir. Allt þetta venjulega tekur á sig dulrænanblæ. Hversdagslegustu hlutir varða að einhverju allt öðru. Ljósið sem rökkrið leikur um og skuggarnir eru svo spennandi. Þá hafa hljóð líka allt annað vægi og venjulegt hljóð verður dularfullt og oft dregur hljóð og skuggar fram upplifun sem maður verður aldrei fyrir í dagsbirtunni sem er svo skelfilega örugg og óaðlaðandi, miðað við allt það dularfulla við veturinn, rökkrið og skuggana, ég tala nú ekki um öll þau kynlegu hljóð sem maður heyrir í náttúrunni í skuggalegu tunglsljósi. En sem sagt nú fer daginn að lengja á ný og þeir sem tala um drunga vetursins geta farið að brosa aftur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim