Jólafrí
Hér í Finnlandi er veturinn kominn. Undanfarna daga hefur verið kalt, -20° það er svolítið kalt! Það hefur líka snjóað heilmikið svo við erum að vona að skíðabrekkan verði opnuð fljótlega. Í dag var minna frost eða um -5°. Ekkert mál að ríða út í þessu veðri. Fór samt ekki á hestbak því í dag fórum við fjölskylda til Molpe að sækja okkur jólatré í skóginn. Þann 13. desember var Lúsíuganga hér í Sundom. Þá fór Anna ríðandi á Sikli. Í gönguni voru 13 hestar frá fimm hestakynum, stórir og smáir. Sikill með þeim stæstu og svo smá poniar sem ná manni varla í pung. Hópur af fólki, mér er sagt að þetta hafi verið fjölmennasta gangan frá upphafi. Enn sem sagt allir komnir í jólastuð í jólasnjó og jólafrí hjá okkur, hér í Sundom.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim