gera EITTHVAÐ
Maður þarf alltaf að breyta einhverju fyrir jólin. Sumir ráðast í stórverkefni aðrir í eitthvað minna, enn aðrir ferðast... Sagt er að þetta sé tilhneging karlsins þegar nálgast stórar stundir fer hann á fullt að "gera eitthvað" eins og einn samnemi minn í leiklistinni sagði oft... "við verðum að gera EITTHVAÐ"... þvílíkt bull. Fólk þarf fyrst og fremst að læra að gera EKKERT. Maður sér það í dýraríkinu... og manneskja er jú hluti af því... þótt það sé stundum erfitt að koma auga á það, að það er nauðsinlegt að kunna að slappa af.
Karldýrið sem sagt byggir bú eða stjórnar flokknum og leggst í ferðalög rétt fyrir got eða burð kvenndýranna. Hver þekkir þetta ekki í sínum ranni. Rétt fyrir jólin, fermingar, fæðingar eða aðra stórviðburði, er húsið lagt í rúst. Nýtt eldhús, mála, byggja, breyta og í útlöndum taka karlmenn oft furðulegar ákvarðanir um hernað á svona stundum... "bara að gera EITTHVAÐ".
Ég er eins og hinir kallarnir og réðist í að mála og smíða hillur í "Damrumet" sem á að þjóna bókum, málverkum og vinnugleði í framtíðinni, sem sagt einskonar bókasafnsvinnuherbergi og gestastofa í hjáverkum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim