Stefán Sturla Sigurjónsson

23 nóvember 2009

Draugagangur

Hugsaðu þér að vera í fastasvefni, djúpt í draumalandinu. Aðsjálfsögðu uppi í rúmminu þínu með sængina yfir þér og það er sunnudagsmorgun. Þú veist að þú getur sofið út. Þá gerist undrið. Þú hrekkur upp við gríðarlegan háan smell við að tvöfalda rúðan fyrir ofan rúmmið þitt brotnar í þúsund mola og rignir yfir þig. Á eftir fylgir draugurinn, sem ræðst á þig með skerandi gargi. Hamast og djöflast ofan á sænginn þinni. Lemur þig í hausinn. Ég gæti trúað að hjartað færi í buxurnar... og kannski eitthvað annað með. Ef viðbrögð þín yrðu þau sömu og hjá aumingja Jari Lummukka, þá flygir þú úr rúmminu, öskrandi og æpandi, fram og út úr herberginu. Kannski mundir þú kíkja inn. Þá sægir þú kannski það sama og Jari, risa stóra uglu að rífa í sig dúfu í rúmminu þínu, blóð og glerbrot um allt herbergið.
Já þetta gerðist hér í Vasa um helgina. Reyndar inni í miðborginn í þriggja hæða blokk, rétt við torgið. Aumingja Jari sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins hræddur.

1 Ummæli:

  • Þann 1:29 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Guð! vá maður yrði skíthræddur amk !!
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim