Hún Solla mín er tvisvar sinnum tólf ára.
Hvað er það... þetta með tímann? Litla krílið hún Sólveig með allar slöngurnar í hitakassanum, er orðin 24 ára, tuttugu og fjögur ár síðan! Getur þetta verið? Og ég svona ungur... hehehehe. Já hún var lítil blessunin. Lá og svaf í lófa mínu, rétt innan við fjórar merkur. Minni en kjúklingur og gegnsæ. Maður sá hvernig líffærin unnu í gegnum örþunna og gegnsæja húðina. Þar var kraftur sem hefur fylgt henni alla tíð. Lífið snérist um þessa písl og Sandra Björg stóra systir sem var bara tveggja ára og fyrirburi líka, var stolt af Sollunni eins og pabbi og mamma. Píslin var dugleg þegar læknarnir kunnu það eina ráð að dæla í hana pensilíni. Í þrjú ár var það það eina sem þeir kunnu við magakvillum, eyrnabólgum og öðrum smávægilegum kvillum... miðað við það sem pensilínið skemmdi. Hún var að þorna upp, hélt engu niðri, með sveppasýkingu í maganum og grindhoruð rúmlega þriggja ára. Þá ákváðu foreldrarnir að hætta að hlusta á sérfræðinga barnaspítalans og leita til homopata. Umskiptin næstu dagana og vikurnar voru miklar. Krafturinn í píslinni og ákveðnin í að láta "grasameðalið" (eins og við kölluðum suðuna) lækna sig var forsmekkurinn af því sem kom. Ef Solla mín ákveður eitthvað, þá nær hún því í gegn. Hvað sem það er, smátt eða stórt. Það er frábært en stundum er gott að láta sig bara dreyma. Mikið er stelpan mín heppin að hafa hitt mann eins og Haffa, svona rétt til að ná að halda henni nálægt jörðinni.
Solla mín, þú varst indislegt barn, kröfuharður unglingur og ert skapandi kona. Nýttu þér alla þína fræbæru kosti, þá er svo indislegt að lifa lífinu. Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Solla mín.
1 Ummæli:
Þann 2:27 e.h. , Nafnlaus sagði...
Takk elsku besti pabbsen :D
Riiiisa-kossar til allra og rembiknús,,,Adam ætti nú að kannast við þetta hehe :) Var ekki annað notað til að múta barninu hehe
*sakn sakn*
Ykkar Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim