Stefán Sturla Sigurjónsson

27 október 2009

Piltungur með yfirlýsingar

Bjarni Benidiktsson stimplar sig rækilega inn á þingi norðurlandaráðs sem formaður Skemmdaverkaflokksins á Íslandi... með stóru Essi. Hann fetar sömu spor og fyrirrennarar hans, þeir Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Hvernig vogar hann sér að tala fyrir hönd þjóðarinnar? 18 árin sem flokkur hans var við stjórn og keyrði þjóðina í botnlausar skuldir eru allt í einu gleymdar. Svo baular BB á norðurlöndin. Þessi piltungur sem nú hefur enn einu sinni sett Ísland niður, hefur greinilega gleymt þeirri staðreind að það voru frændur okkar á norðurlöndunum sem svo sannarlega stóðu og marg, marg bentu íslendingum á að þeir væru á fullri ferð að feigðarósi í sinni fjármálapólitík. Það voru einmitt fyrrum formenn skemmdaverkaflokksins sem hótuð frændum okkar málsóknum og bentu þeim á að þeir kynnu ekki og vissu ekki neitt um íslenskt efnahagslíf. Það voru svíar sem fengu hin norðurlöndi að stuðningspakkanum við íslendinga. Þessi pjakkur ætti að skammast sín og leggja frekar leið sína með félögum sínum, útrásarvíkingunum, til Tortola og innleysa eignir íslensku þjóðarinnar sem eru faldar þar. Það sannar sig enn einu sinni að hægrimönnum á Íslandi er alls ekki treystandi, þeir stunda skemmdarverk með yfirlýsingum sínum á alþjóðavetvangi. Eru einangraðir eyjaskeggjar sem hafa engin tengsl við raunveruleikann og láta íslensku þjóðina líta út eins og fífl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim