Stefán Sturla Sigurjónsson

06 október 2009

Ferlega er fjárlshyggjan heimsk.

Alltaf er það sama úrræðið hjá sjálfstæðis– og framsóknarmönnum. Til að laða að gróðahyggjuna þarf að gefa risafyrirtækjum heimsins en meira af kökunni. Sjáiði hvernig þessir flokkar sömdu um raforkuver til stóriðjunnar, sjáið hvernig aðstöðugjöld voru og hafa verið lækkuð fyrir þessi fyrirtæki, ég tala nú ekki um skattafríðindi og lækkanir. Nú síðast má sjá tillögur þessara útsendara frjálshyggjunnar, leggja á ráðin hvernig á að laða olíufyrirtæki að Drekanum –risa olífyrirtæki– með því að lækka skatta. Þetta sjálftökulið virðist aldrei geta lært. Vita sjálfstæðisfólk og ég tala nú ekki um framsóknararminn af hverju Ísland er tæknilega gjaldþrota. Frjálshyggjan féll, á prófinu! Væri ekki nær að litla Ísland fengi miklu stærri sneið af kökunni í formi hærri skatt til risanna og lækka gjöld á almenning sem á þessi verðmæti landsins... EKKI framsóknar– og sjálfstæðismenn einir, sem vilja gefa gróðafyrirtækjum veraldarinnar auðlindir landsins. Ef eigendur álverksmiðjanna vilja burt... þá bara gjöri þeir svo vel... hver haldiði að vilji taka á móti þeim? Kanniði það... þar er nefnilega fátt um fína drætti fyrir eyturspúandi verksmiðjur sem þurfa gríðarlega mikla raforku. Sjálfstæðisflokkshugmyndirnar eru gjaldþrota.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim