...á diskinn minn... nammmi, nammmi, namm.
Ég fékk frá félögum mín sem ég smalaði með um daginn, 12 lambahausa... fyrir viðvikið... eða bara fyrir að vilja þá, skilst að annars sé þeim hvort sem er hent! Nú höfum við Adam sviði hausana. Sagði honum sögur af því þegar við Finnur bróðir minn sátum dagana langa yfir því að svíða hausa og fætur í denn. Já minnið er þannig... dagana langa... og fjall af hausum. Ekki rámar mig í að þetta hafi verið leiðinlegt, bara það sem maður gerði. Þetta var svo sem ekki langt tímabil því við sátum bara við þetta árin sem við áttum heima á Hellu. Það var gaman að rifja upp gamla takta. Svíða, hreins og pakka í frystinn... og lyktin... mmmmm. Petra er ekki alveg sammála þessu og alls ekki að lyktin sé góð... en kanski sérstök. Hún fór út að tína sveppi meðan ég lagði eldhúsið undir sviðahreinsun. Anna og Adam fengu smá kennslustund í lífræðafræði þannig að nú verða þau með í þessu... vonandi næstu árin. Og búbót er þetta... þó svo að ég sé sá eini sem borða svið á heimilinu... enþá. Það eru komin svið á diskinn minn, nammmi, nammmi, namm.
1 Ummæli:
Þann 5:11 f.h. , Nafnlaus sagði...
hahahaha úff, ekki þykir mér þetta gott lengur. En man við Sandra borðuðum alltaf tunguna, og þú eða Sámur augun hehe ;D ullapjakk!
Skil nú Petru mína alveg ágætlega hehe.
Kveðja Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim