Kræki... eða krákuber!
Þegar ég gekk "göngurnar" hérna í Finnlandi um daginn var 14° hiti logn og æðislegt veður. Hagarnir voru bláir af krækiberjum. Eða "Krákuberjum" eins og þau heita hér í skandinavíu. Ég var fljótur að tína í vatnsbrúsann minn... eftir að ég hafði klárað vatnið úr honum... Þeir voru hissa finnsku smalarnir að sjá íslendinginn tína "Krákuber". Fáir þeirra höfðu smakkað þessi fuglaber. Hér er svo mikið af stórum og smáum safaríkum berjum að það dettur engum í hug að tína krækiber þau eru bara fyrir Krákur. Ég fékk nokkra þeirra til að smakka og það kom þeim á óvart hvað þau voru safarík og "bara góð" eins og einn þeirra sagði. Eldri mennirnir mundu frá æsku sinni, eftir krákuberjasafti og jafnvel sultu... "en þá voru allir svo fátækir". Ef maður borðar ekki krækiber á haustin, helst með skyri og rjóma, þá er alveg sama hvað frystiskápurinn og ískápurinn eru fullir af safti og öllum sortum af berjum, því haust ekki haust ef það vantar krækiber, sagði ég þeim og fyllti brúsann minn. Það var kannski þess vegna að það vantaði fimm kindur!
1 Ummæli:
Þann 6:18 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hehehe mikið skil é gþig vel pabbi... krækiberin eru þau allra bestu, eða það finnst mér :)
kv.Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim