Mögnuð leikhúshelgi í Vasa
Helgin var tekin með trompi. Tvær frumsýningar í leikhúsunumí Vasa. Í borgarleikhúsinu var "May fair lady" söngleikurinn frumsýndur. Kraftmikil og nokkuð skemmtileg uppsetning. Það var sænskt gengi sem stóð að uppsetningunni. Þau eru reindar búin að setja þessa sýningu þrisvar upp áður og allstaðar slegið í gegn, síðast í óperunni í Gautaborg, þaðan sem hluti leikmyndarinnar kemur til Vasa. Uppsetningin er mjög myndræn og táknmál sýningarinnar sterkt. En eins og kannski einhverjir vita þá fjallar verkið um tvo prófessora sem veðja um aðhægt sé að kenna London-götustelpu að tala yfirstéttarmál og haga sér eftir því. Sem sagt snýst um vald og kannski skilningsleysi gagnvart þeim sem minna mega sín, þeir eru bara skuggar samfélagsins. Nú svo náttúrulega um svolítið sex blandað með fallegum og frægum söngvum. En þar var akkúrat veikipunktur sýnigarinnar... alltso söngurinn.
Í Vasa teater var heimsfrumsýning á leikgerð eftir bókinni "Svinalängorna" eftir Susanna Alkoski. Verkið fjallar um finnska fjölskyldu sem flutti til Svíþjóðar í vinnuleit í kringum 1970, brostna drauma og alkohólisma. Uppsetning er samstarfsverkefni fjögurra leikhúsa, finnskra og sænskra og verður sýnd í Vasa teater í ein og hálfan mánuð og síðan verður fara í leikferð um Svíþjóð. Uppsetning leikstjórans Michaelu Grant er algerlega frábær. Umgjörðin, hljóðmyndin, leikstíllinn og leikararnir gera þessa sýningu að magnaðri leikhúsupplifun. Það sem mér finnst þó vanta er "meðaumkun". Manni er einhvernvegin skíttsama um þetta fólk, meira að segja stúlkurnar tvær Leena og Åsa sem drífa söguna áfram, ná ekki að framkalla þau hughrif meðaumkunnar sem mér finnst að verði að grípa mann í svona sýningu en kannski er það líka ætlun leikstjórans. Verkið fjallar jú um brostnar vonir, um hvernig heimur fullorðinna getur brugðist heimi barna og vonum þeirra. Þrátt fyrir þennan drama þá er oft á tíðum skellihlegið.
semsagt tvær ólíkar en magnaðar frumsýningar í Vasa um helgina.
Í Vasa teater var heimsfrumsýning á leikgerð eftir bókinni "Svinalängorna" eftir Susanna Alkoski. Verkið fjallar um finnska fjölskyldu sem flutti til Svíþjóðar í vinnuleit í kringum 1970, brostna drauma og alkohólisma. Uppsetning er samstarfsverkefni fjögurra leikhúsa, finnskra og sænskra og verður sýnd í Vasa teater í ein og hálfan mánuð og síðan verður fara í leikferð um Svíþjóð. Uppsetning leikstjórans Michaelu Grant er algerlega frábær. Umgjörðin, hljóðmyndin, leikstíllinn og leikararnir gera þessa sýningu að magnaðri leikhúsupplifun. Það sem mér finnst þó vanta er "meðaumkun". Manni er einhvernvegin skíttsama um þetta fólk, meira að segja stúlkurnar tvær Leena og Åsa sem drífa söguna áfram, ná ekki að framkalla þau hughrif meðaumkunnar sem mér finnst að verði að grípa mann í svona sýningu en kannski er það líka ætlun leikstjórans. Verkið fjallar jú um brostnar vonir, um hvernig heimur fullorðinna getur brugðist heimi barna og vonum þeirra. Þrátt fyrir þennan drama þá er oft á tíðum skellihlegið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim