Stefán Sturla Sigurjónsson

30 ágúst 2009

Fyrir bara 26 árum

Já nákvæmlega 26 árum byrjaði ég í leiklistaskólanum. Reindar ekki alveg nákvæmlega því ég byrjaði 1. september. Hins vegar varð ég pabbi deginum áður. Sandra Björg er semsagt 26 ára í dag. Við höfum oft brallað, leikið okkur, talað og kannski skipst á skoðunum (það heitir það í dag). Sumarið sem Sandra varð fjögra ára fórum við saman í "háfjallatúr" á 8 strokka Bronkó sem ég átti þá. Það var frábær ferð. Í glugganum hékk Lubbi, lukkubangsi ferðarinnar og hann hefur fylgt Söndru síðan. Það er enginn sem virðist ætla að komast í hans stað og verma bólið með Söndru. Svona er Sandra mín trygg og Lubbi mikill tryggðarhundur. Áður en við lögðum í hann keyptum við hinsvegar dúkku sem var skýrð uppá hálendi Íslands (er hægt að finna fallegri stað til skírnar), hún fékk nafnið Snæfríður. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort þetta verði nafn sem Sandra Björg velur, eignist hún einhvertíman stúlku. Hver veit. Minnstakosti er það mjög íslenskt og fallegt nafn. Elsku Sandra mín, vonandi eigum við eftir að fara saman í háfjallaferð, nú þegar það er þitt aðaláhugamál. Hlutverkið hefur snúist við, því nú getur þú kennt pabba svo mikið.
Hjartanlega til hamingju með daginn Heimsljósið mitt.

1 Ummæli:

  • Þann 5:11 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk elsku besti pabbi minn fyrir kveðjuna, veit að þetta innslag mitt kemur seint en það er svona að vera þurfa alltaf að vera á ferðalagi :)
    knús til ykkar allra frá mér (og kannski Lubba líka)
    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim