Stefán Sturla Sigurjónsson

27 ágúst 2009

Að vera trúr sannfæringu sinni

Í kvöld þann 27. ágúst verður kynning á leikári Wasa Teater. Í ár er 90 ára afmælisár leikhússins. Náttúrulega stór nýskrifaður sögulegur finnskur (kannski finnlandssænskur) drami "Två ljus i fönstret" verður settur á svið. Barnaleikritið "Ósýnilegi drekinn" en handritið er unnið með leikskólabörnum, "Narnía", "Svinalängorn" dramatísering af vinnsælli bók í samstarfi við sænsk leikhús og "Græna landið" í minni leikstjórn. Það er reindar eina verkið á litla sviðinu í vetur. Svo við höfum frábærann tíma í ríminu og... það sem er enn betra leikararnir mínir eru ekki að vinna í neinni annari sýningu en Græna landinu. Frábært. En sem sagt Boggi Garðarsson, sem leikur aðalhlutverkið í sýningunni, kom til Vasa til að vera á kynningu leikársins. Við unnum saman senu, þá 5. sem Boggi flytur fyrir áhorfendur. Það er miklu tjaldað til og miðar seldir á þessa kynningu eins og um leiksýningu sé að ræða. Alltaf uppselt. Á æfingu í gær var kallinn... bara bestur. Það er farið að kalla uppsetninguna "Perluna" í leikhúsinu. Auðvita setur það pressu á mann, en það er líka krafa um að vinna einlægt, að vera trúr sannfæringu sinni og gera ekki neitt annað.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim