Villidýr um allt...
Vara að ríða um skógana hér í kringum Kuuma. Þjálfa hesta sem hafa verið lítið notaðir, oft vegna vilja eða atviks sem hræðir starfsfólkið. Einnig að laga hestana sem notaðir eru í leiguna. Já ríðandi úti í skógi... indislegt, 25°hiti og logn. Þá hoppuðu allt í einu þrír bambar yfir reiðstíginn og hlupu síðan eftir akrinum við hliðina. Falleg dýr, svífandi létt, maður trúir næstum að þau geti tekið sig á loft. Reindar sá ég elg inn í skógi heima í Sundom um daginn þegar ég reið um heimahagana. Auðvita er lífið villt heim á Íslandi. Í flestum tilfellum eru dýrin miklu minni, dýr sem maður tekur sjaldan eftir, eins og mýs og rottur, já eða minku jafnvel kónguló. Og ég hef séð hreindýr og ref á Íslandi. Náttúran er indisleg hvar sem maður er. Eitthvað sem maðurinn hefur engan rétt að spilla til eigin nota án tillits til annara dýrategunda. Það er svo indislegt að njóta hennar.
1 Ummæli:
Þann 9:30 e.h. , Nafnlaus sagði...
Sammála :D
...nema kannski með kóngulærnar hehe
Þín Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim