Stefán Sturla Sigurjónsson

27 júlí 2009

2002 2010

Dagarnir líða og líða... hratt núna þegar hestar eru komnir í hesthúsið. Boggi og Ann komu frá Borgo og stoppuðu hjá okkur um helgina. Við fórum öll saman til Karleby, sem er um 100 kílómetra frá Vasa, á frumsýningu á nýrri finnskri óperu. Spennandi tónlist og verk en ömurleg sviðssetning. Við Boggi lásum saman Græna landið og fórum á létt flug. Kallinn verður flottur í aðalhlutverkinu í vetur. Hann leikur sem sagt Kára gamla sem er með "Alshæmer". Auðvitað heyrist á sænskunni hans Bogga að hann er útlendingur. Það finnst mér bara gefa verkinu dýpri tón. Við frumsýnum verkið á litla sviði Wasa teater á afmælisdeginum hans Krissa bró 20.02 2010. Allir velkomnir á frumsýninguna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim