Fagrir fjórmenningar
Er að rifja upp hvað gerðist á Íslandi þegar við fjölskyldan vorum þar um daginn. Eitt af skemmtilegu stundunum var hittingur okkar frændsystkynanna, Valda, Gunnhildar, Guðrúnar Auðar og mín. Við erum öll ung fögur og falleg og fætt á því herrans ári 1959. Börn systkynanna Ólafs, Kristjáns, Ástu og Sigurjóns. Valdi hefur boðið hópnum á tíu ára fresti heim til sín og segir að við hin megum sprikla þess á milli. Einhver misskilningur held ég að sé í þessu leifi því kannski meinar Valdi að við hin ættum að bjóða líka... einhver tíman á þessum 10 árum sem líða á milli hans boða, sem við höfum aldrei gert. Ég er reindar búinn að bæta úr því og bjóða þeim öllum til mín til Finnlands, ekki ferðirnar, heldur gistingu og fæði -í þrjá sólahringa (ef þarf)-. Í hittingnum hjá Valda frænda var margt skrafað, skemmtilegt, fróðlegt og sumt heimskulegt. Við strákarnir duglegir og báðir með ung börn (Valdi með 4 ára stelpu og 2 ára tvíbura). En stelpurnar hættar í barneignum og byrjaðar í ömmuleik. Við tókum líka eina ákvörðun, að stefna að stóru ættarmóti allra afkomenda Valdimars afa og Fjólu ömmu þann 2. júlí árið 2011 en þann dag eru liðin 100 ár frá fæðingu ömmu. Afkomendur, frændfólk... nú er bara að láta boðskapinn spyrjast og taka frá þennan dag, og fylgjast með nánari fréttum frá okkur fögru fjórmenningunum. Gæti orðið risa mót því mér skilst að afkomendur Ástu eru víst 64 og hún er eitthvað litlu eldri en 64 ára...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim