Stefán Sturla Sigurjónsson

07 júlí 2009

Kvikmyndahús í Forssa

Fór til Forssa sem er 18 þúsund manna borg um 5 kílómetra frá Kuuma, þar sem ég þjálfa hesta þessa stundina. Þar er margt ákaflega forvitnilegt. Fáir vita kannski að fyrstu raflýstu göturnar í evrópu voru í Tampere í Finnlandi, næst kom Forssa og síðan París. Í Forssa er búið að gera upp eitt elsta kvikmyndahús evrópu. Allt orginalt. Bíó sem tekur um 150 manns í sæti, núna. Fengu ekki leifi fyrir 230 manns eins og rúmuðust í gamla daga. Bíóið var fyrst opnað 1909. Þar er árlega haldin kvikmyndahátíð sem sýndar eru þöglar myndir og leikið undir að hætti þeirra frá upphafstímum kvikmyndanna. Í þessu kvikmyndahúsi er búið að sýna nokkrar íslenskar kvikmyndir, 101 Reykjavík eftir Balta og teiknimyndina um litlu lirfuna. Við Pekka, aðal eigandi búgarðsins í Kuuma, erum að vinna í hugmynd um að vera með kvikmyndahátíð með áherslu á hesta og halda hestadaga í Kuuma á samatíma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim