Stefán Sturla Sigurjónsson

06 júlí 2009

Ráðgjöf í Kuuma

Daginn eftir að ég kom aftur út til Finnlands fór ég til Kuuma í suður Finnlandi (þar sem norðurlandamótið verður næsta sumar). Þar er rekinn stór og glæsilegur hestabúgarður eingöngu með íslenska hesta. Hérna verð ég í eina viku við að leiðbeina starsfólkinu og þjálfa nokkra hesta. Einnig mun ég fara í gegnum allann hestastofninn sem er um það bil 40 hestar, til að meta stöðuna á. Hér er rekinn reiðskóli við bestu aðstæður og hestasala. Hins vegar hafa of margir hestar stoppað á búgarpðinum of lengi og af einhverjum orsökum fengið á sig "vandamála" stimpil. Nú er ég að kann hvers vegna þetta hefur gerst og veita ráð. Fyrsta ráðið sem ég gaf liðinu á okkar fyrsta fundi var að stimpla ekki hestana sem "vandamál" heldur leita hjá reiðmanninum að mögulegum ástæðum. Vinna út frá því að hesturinn er að bregðast við áreiti sem þarf að laga, áreiti sem kemur frá knapanum og/eða því sem notað er á hestinn. Þetta er alveg nýr vinkill á málinum og hefur hjálpað mikið. Vonandi verða reiðmenninrnir betri og hestarnir líka við þessa ábendingu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim