Stefán Sturla Sigurjónsson

29 maí 2009

Falsarar

Fyrir ekki svo ýkja mörgum árum síðan voru nokkrir frakkir einstaklingar sem millifærðu peninga milli bankareikninga með ávísunum, var kallað ávísunarfals. Svo komu einstaklingar sem léku sama leik með greiðslukort, voru greiðslukortafallsarar og sett voru lög um hámarks úttektir. Næst komu útrásavíkingarnir, einstaklingar sem hreinulega keyptu nokkra banka og léku sama leikinn. Bjuggu til peninga í millifærslukerfinu, peninga sem ekki voru til. Þetta leiddi bara til þess að skuldirnar jukust og urðu fyrir rest óyfirstíganlegar - að sjálfsögðu var alltaf greitt af lánunum á gjalddaga... með nýjum lánum, nýjum ávísunum, nýjum kortaúttektum - og svo féll þetta allt, alltaf, núna heil þjóð. Áður voru þessir einstaklingar dæmdir... um leið. Sumir fangelsaðir. Afhverju ekki núna?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim