Stefán Sturla Sigurjónsson

14 maí 2009

Gullinstjarnan búin að fá kallið!

Jæja þá er komið bréf frá sjúkrahúsinu. Gullinstjarnan mín hún Anna Alina fer í háls- og nefkirtlatöku þann 27. maí. Þetta er heilmikil aðgerð en ef allt gengur vel þá þarf hún ekki að liggja nótt á spítalanum. Fær að koma heim seinni partinn. Hún er kölluð inn á spítalann klukkan korter yfir sjö. Þennan dag er ég að leika tvær sýningar á "Smaladrengnum og tröllskessunni" svo það verður Petra sem verður með gullinstjörnunni okkar. Ég verð svo á spítalanum þegar prinsessan vaknar. Þann 29. koma svo Haffi og Solla til Vasa. Þannig að þetta verða stórir dagar hjá okkur.

1 Ummæli:

  • Þann 2:19 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    æjj prinsessan :) gefði henni og Addisen risa knús frá okkur :)

    Þín Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim