Stefán Sturla Sigurjónsson

12 maí 2009

Hraust, vinnuglatt og skapandi fólk

Sveitastjórnarmál eru alltaf og allstaðar í umræðunni. Hér í Finnlandi er ráðherra sveitastjórnarmála Mari Kiviniemi. Hún er ung og finnskumælandi, hefur sterkar skoðanir sem samræmast ekki skoðunum sænskumælandi finna, að minnstakosti sjaldan. Margar af hugmyndum hennar og ákvörðunum hafa valdið miklu fjaðrafoki hér í austubotni sem er sterkt sænskumælandi svæði. Svo miklu að stundum hefur hún þurft að draga þær til baka. Í mínum huga er hún ung, ákveðin kona sem vill láta taka eftir sér. Ung kona eða karl, með mikil völd sem ætla sér að breita heiminum án þess að hlusta á hjartslátt fólksins, er það versta sem til er í pólitík. Ég er sjaldan sammála hennar skoðunum, þó sagði hún á fundi um helgina "að sameining sveitarfélaga væri engin patentlausn allstaðar. Það leiddi alls ekki alltaf til þess að rekstur félagslegra þátt yrði hagkvæmari". Þar er ég henni hjartanlega sammála. Td. finnst mér alveg fáranlegt að leggja niður litlar einingar, skóla, heylsugæslu, ect og keyra síðan fólk og börn langar leiðir í misjöfnu veðri og færð, bara til að stækka stærri einingar. Kiviniemi bendir á að það gleymist oft að líta til lengri tíma, hvort einhver hagræðing næðist með sameiningum. Það sem ég tel hins vegar skipta miklu meira máli er líðan fólks og barna. Nú er komin tími til að hætta hugsuninni um patentlausnir í peningamálum og hugsa um líðan fólks og barna. Til lengri tíma litið skiptir mestu máli að fólki líði vel. Þá er fólk hraust, vinnuglatt og skapandi. Þá blómstra sveitirnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim