Stefán Sturla Sigurjónsson

21 apríl 2009

Úr hafinu rís landið


Á laugardaginn hófst íslensk menningarhátíð í vasa í Finnlandi, "Úr hafinu rís landið". Allar menningarstofnanir borgarinnar taka þátt. Í listasafninu Kundsi var opnuð samsýning listamanna sem vakið hefur mikla athyggli. Þá var listamaðurinn Vignir Jóhannsson með gjörning þegar hann afhjúpaði nýtt verk í listasafninu. Í Borgarleikhúsinu í Vasa (finnskumælandi) var frumsýnt verkið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Sturla og um hönnun leikmyndar og búninga sá Vignir Jóhannsson. Þessi sýning hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og hafa nokkrir tekið svo djúpt í árinni að segja þetta besta leikrit sem sett hefur verið upp fyrir börn og fullorðan um ára bil í Finnlandi. Leikfélag Akureyrar sýnir í Wasa teater (sænskumælandi) "Falið fylgi" eftir Bjarna Jónsson og Caput leikur á fimmtudag og laugardag með sinfóníu hljómsveit Vasa undir stjórn Guðna Franzsonar íslensk verk. Á verkefnaskrá eru m.a. sex nýj verk eftir íslenska höfunda. Baltasar Kormákur kom til Finnlands og sat fyrir svörum en nú er verið að sýna fjórar kvikmyndir eftir hann í kvikmyndahúsum Vasa. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson kynnir íslenskar bækur og Borgar Garðarson leikari kynnir og fer með íslensk ljóð í Dramasal borgarbókasafni Vasaborgar. Verndari hátíðarinnar og heiðursgestur er fyrrum forseti Íslands fr. Vigdís Finnbogadóttir. Hún hefur heiðrað alla listviðburðina með nærveru sinni og öll stærstu fréttablöð Finnlands hafa byrt stórar fréttir af þessum viðburði, flest þeirra á forsíðum sínum.
Það er því heilmikið um að vera í Vasa og mikil aðsókn að íslenskri menningu í borginni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim