Stefán Sturla Sigurjónsson

05 apríl 2009

Draumar og draumráðningar.

Hef ekki en séð tillögur frá Borgarahreyfingunni sem heilla mig. Bara slagorð og drauma. Mitt atkvæði fer til flokks sem hefur raunhæfar aðgerðir á sinni stefnuskrá. Aðgerðir sem eru meira en draumar. Það að vilja afnema verðtrygginguna er gott mál, enda flestir sammála að það verði að gerast jafnhliða öðrum aðgerðum, s.s. að ganga í evrópubandalagið, taka upp evruna og finna leið til að fella niður skuldir heimilanna á þann hátt að bæði skulaeigendur og skuldunautar komi standandi út úr þessari krísu. T.d. getur það alveg gerst, ef ekki verði rétt á spöðunum haldið að erlendir kröfuhafar í falllítt banka, sem nóg er af á Íslandi, eignist skuldir heimilanna. Það er alls ekki útilokað, eins og mál standa í dag. Framsókn gerði í buxurnar þegar þeir komu með tillögur sínar til úrbóta. Vona að ég fari að sjá alvöru tillögur, útreikninga og sannfærandi stefnu frá Borgarahreyfingunni. Annars verður þetta bara hugmyndafræðilegt flopp eftir anarkisma búsáhaldabyltingarinnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim