Stefán Sturla Sigurjónsson

25 mars 2009

kl: 9 á laugardaginn.

Mikið fjör og þónokkuð stress þessa dagana. Á rúma viku eftir í páskafrí leikara og þá taka 10 frídagar við. Svo þrír æfingadagar og frumsýning 17. apríl... já, já... Minn kæri Árni Björn sendir kallinum daglega spakmæli. Þetta hjálpar andlegu heylsunni. Góðir straumar, góður vinur. Í gær var blaðamannafundur vegna ísl. menningarhátíðarinnar sem hefst með með frumsýningu á Bláa hnettinum. Búið að gera fundinum góð skil í fjölmiðlum. Þetta er heljarins kynning á jákvæðunótunum á Íslandi. Mér finnst á fólki hér í Finnlandi, að því þykir vænt um Íslendinga og landið okkar. Er jafnframt hissa á því hvernig brugðist er við gagnvart þeim sem eiga stóru sökina á strandinu. En aftur að menningunni, á laugardaginn ætlar Felix Bergs að hringja í mig og ræða um Bláa hnöttinn og aðra menningarviðburði við mig í útvarpsþættinum sínum um kl. 9:00 ísl tíma. Góður tími því þá eru allir sofandi... eða er það ekki? Kannski ekki þú? Þú hlustar...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim