Svona gerist ekki á Íslandi
Þetta er ekki lengur hlæilegt. Í þrjár vikur eða um helming alls æfingatímabilsins, sem verða rúmar sex vikur, hef ég haft ALLA 8 leikarana einn dag, einn heilan dag. Þau eru búin að vera meira og minna veik. Þrek þeirra er undir kröfum og vinnugleði lítil, segjast ekki hafa orku til að spinna. Álagið er þvílíkt. Þau leika fjórar til fimm sýningar í viku, sumar 5 tíma langar, í fjórum ólíkum sýningum og æfa svo fullan æfingatíma þar að auki eða frá 10 - 14 og þegar ekki eru sýningar 18 - 21:30. Það er skítt að fá átta manna leikarhóp í svo skítlegu ástandi, hjá atvinnuleikhúsi. Auðvita er ég pist. Svo geta nú fáir toppað ástandi því í fyrradag lendi einn leikarinn á hjartadeildinn. Við fengum nýjann leikara í gær. Hinn lifir en leikur ekki meira í vetur eða vor, eftir því sem ég kemst næst. Páskafríið verður 9 dagar og svo hef ég fjóradaga að frumsýningu. Ég segi bara uppá íslensku "þetta reddast".
1 Ummæli:
Þann 12:49 e.h. , Nafnlaus sagði...
úff ... ég sendi ykkur jákvæða orku :D
Þín Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim