Hallærislegt...
Óskaplega geta "gamlir" stjórnmálamenn verið hallærislegir. Þeir gera sér enga grein fyrir að fólk hlustar ekki lengur á gamldags hallærisleg og ómálefnaleg skítköst. Ég held að fólki finnst svoleiðis pólitík hallærisleg. Allir sjá og vita að Samfylkingin, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn, eru að leita að formanni sem valinn verður á næsta landsfundi þeirra. Hvað er að því? Ekki neitt að mínu viti. Bara gott að það skuli verða einhverjar breitingar. Hins vegar ættu þeir gömlu hallærislegu framapotarar og ómálefnanlegu þrasarar að hætta pólitísku vafstri. Það er ekki lengur hlustað á þessa tuðara sem eyða tíma og krafti í þras... Nú þarf að opna alla umræðu og gera öll störf, fjármál og persónutengsl alþingismanna og pólitískraflokka, opin og gegnsæ. Það er eina leiðin til að kjósendur öðlist trú á stjórnmálamönnum og beri virðingu fyrir alþingi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim