Stefán Sturla Sigurjónsson

25 febrúar 2009

Dagur 2

Bolludagurinn var eins og dagur eitt, fallegur og hófst í leikhúsinu. Ég fékk far með leikaranum Lassa Hjelt sem býr hérna rétt hjá okkur í leikhúsið. Æfingin gekk vel en var svolítið máttlausari en fyrsta daginn, enda þrír leikarar orðnir veikir en voru samt á æfingu til tvö. Þá hófust fundarhöld um skipulagsmál, leikskrá og markaðsetningu verksins. Þrátt fyrir að allar sýningar til vorsins séu nánast uppseldar. Klukkan 16 fórum við Vignir á kaffihús og fengum okkur kakó og bollur... Æfing hófst aftur klukkan 18 en þá brá svo við að tveir leikarar voru lagstir í ælupest. Æfingunni lauk klukkan 21:30 og þá var bara að drífa sig heim til að sjá leikinn Inter-Mansteftir Unædet. Ágætur leikur sem var hrikalega illa dæmdur. Skrítið að svona dómgæsla sjáist í svona leik. Petra og krakkarnir fóru til Molpe eftir að þau voru á skíðum í Öjberget. Fóru svo á gönguskíði út á ísinn hjá mormor. Það voru því þreyttir krakkar sem komu heim klukkan ellefu í gærkvöldi og stein sofnuðu í rúmminu hjá mömmu og pabba. Kallinn átti reyndar erfitt með að sofna, alltaf eitthvað að gerast í kollinum... hugmyndir, hugmyndir, hugmyndir!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim