Stefán Sturla Sigurjónsson

21 febrúar 2009

"Sportlov"

Í dag er heitasti dagurinn lengi hér hjá okkur. Hitinn eða öllu heldur frostið er bara 2°. Á mánudaginn hefst vetrarfríið hjá Adam Thor og Önnu Alinu. Hér heitir þetta viku frí sportlov. Fólk notar þessa viku til að ferðast, slappa af eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Við verðum heima í Sundom. Ég byrja að leikstýra Bláa hnettinum á mánudaginn í Borgarleikhúsinu í Vasa. Reindar eru fyrstu tvær vikurnar bara æft mánudag til fimmtudags. Herfilega stuttar æfingavikur. Petra er í vinnu en getur sinnt henni heima að einhverjuleiti. Tengdó er í frí þessa viku, hún ætlar að hjálpa okkur með krakkana. Svo ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt um næstu helgi. Fara eitthvað, kannski á skíði og gista eina nótt á hóteli eða í "vetrarhúsi"...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim