Vinadagurinn og tengdó á afmæli
Tengdó, Max Högnäs er 63 ára í dag 14. febrúar. Við ætlum til Molpe að halda upp á daginn með honum. Okkur er boðið í elgsteik og alles. Kallinn er skemmtilega sérstakur, mikið náttúrubarn... ef það er hægt að nota þá lýsingu um 63 ára mann. Hann leggur net og stundar fiskveiðar allan ársins hring. Stundum verður manni ekki um sel, þegar hann getur varla beðið eftir að ísinn verði nógu traustur til að bera hann. Eða þegar ísinn er að þiðna. Þá finns manni kallinn oft djarfur. Hann er duglegur fiskikall og það er oft fiskur í matinn í Molpe. Á sumrin á garðyrkjan hug hans allan. Reindar ekki langt síðan hann byrjaði á henni. Runnar með ólíkum berjategundum taka alltaf stærra og meira pláss bak við hús. Og það er nóg af berjum í frystinum og nóg af safti í Molpe. Því Max fer alla daga í skóginn að tína ber þegar þau eru orðin þroskuð seinnipart sumars og svo náttúrulega það sem hann ræktar sjálfur. Áður fyrr var hann mikill íþrótta maður og enn standa einhver met sem hann setti ungur í austurbotni Finnlands. Hann hefur skoðanir á flestu og þær sterkar.
1 Ummæli:
Þann 3:59 e.h. , Nafnlaus sagði...
innilega til hamingju með kallinn :D
Ykkar Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim