Stefán Sturla Sigurjónsson

06 febrúar 2009

Hlýlegar fréttir...

Í gærkvöldi kom Vignir Jó til Vasa. Í allan dag höfum við farið milli tæknideilda í borgarleikhúsi Vasa til að hitta stjórnendur og fara yfir áætlun um uppsetninguna á Bláa hnettinum. Leikmyndin er komin vel af stað. Annað er í startholunum. Allt lítur vel út. Eftir helgina vinnur svo Vignir að því að koma öllu í réttar skorður. Hann stoppar núna í eina viku. Kemur svo aftur um það leiti sem við byrjum æfingar, 23. febrúar. Ég átti fund með markaðsstjórnaum Virpi. Þar voru hlýlegar fréttir því allar áætlaðar sýningar vorsins 20 talsins, eru nánast uppseldar. Það er á áætlun að setja tvær aukasýningar í vor. Og enn er ekki byrjað að æfa...

2 Ummæli:

  • Þann 12:02 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Gleðilegt Stefán, gleðilegt að hlutirnir virki yðar og í hönd! Hugsa til þín Vinur!
    Guðm.

     
  • Þann 12:36 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ha! vá! það eru frábærar fréttir, til hamingju :)

    Riiisa knús og rembikossar til allra, elsku Adam, Önnu og Petru...sakna ykkar.

    Þín Solla ;)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim