Rétt skal vera rétt.
Reynist rétt að ummæli Jóns Ásgeirs séu heift sem ekki eigi við neinn raunveruleika. Ja... þá er hann í verulega vondum málum. Ekki nóg með að hann skammtaði sér og sínum peningum sem alls ekki voru til, heldur lánaðir úr bönkum sem áttu enga peninga. Bönkum sem voru reknir á yfirlánum og nýttu sér glufur í skatta og fjármálakerfi sem sjálfstæðistflokkurinn er búinn að vera að koma á sl. 18 ár. heldur er hann þá að ljúga að þjóðinni. Nóg komið af því. skuldir Baugs kallast nú þjóðarskuld vegna þess að þær eru við Landsbankann. Hvers vegna ætti þá að vera rangt að taka egnir og færa til ríkisins með þeim hætti sem Landsbankinn er nú að gera með Baug? Reyndar sé ég ekkert athugavert við það.
2 Ummæli:
Þann 6:17 e.h. , Nafnlaus sagði...
Nú er kalt á landinu bláa. Auðmenn og hilmar þeirra flýja land og koma eignum sínum fyrir á afskekktum eyjum í hlýrra loftslagi. Sölumenn varnings á bónusverði ramba á hengiflugi gjaldþrots og skuldir þeirra falla á landslýð sem enn trúir því að þeir séu englar af himni sendir til að létta undir með heimilinum. Á meðan sitja sölumennirnir um borð í milljarða einkaflugvél sem ber þá að strönd þar sem bíður þeirra milljarða lúxusbátur en ef slæmt er í sjó geta þeir alltaf leitað skjóls í milljarða íbúðum sínum í háhýsum stórborga. Já, það hallar að vori en heldur bara áfram að kólna á landi elds og íss. Það skyldi þó aldrei vera að kominn væri sá tími að frjósi í helvíti.
Góðar stundir,
kveðja, Skallaskellir.
Þann 9:24 e.h. , Nafnlaus sagði...
Elsku kallinn minn. Í Bjarmalandi er vor. Bara koma hingað. Annars finnst mér á gjörðum nýju stjórnarinnar að blessaðir englarnir fá nú að fara að borga fyrir ævintýrið. Það litla sem þeir eiga, eða telja sig eiga.
Annars var gaman að heyra frá þér tröllkallinn minn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim