Stefán Sturla Sigurjónsson

01 september 2011

Lykklar og næs

Fékk lykklana að lókalinu fyrir búðina "Eyjafjallajökul" afhenda á afmælisdeginum hennar Söndru minnar. VIP opnunin verður þann 15. október. Svo allt á fullt þann 17.

29 ágúst 2011

Þá verður nú fjör...

Vinn hörðum höndum að því að opna "Eyjafjallajökul" um miðjan okt. Nú er bara að fara að mála, skruppa, skúra, smíða og það allt... svo smíða innréttingar. Þá að panta vörurnar og raða í hillur... Svo rosa opnunarpartí með fullt af fólki og góðum VIP gestum sem fá opnunar afslátt og tæma búðina... Þá verður nú fjör... hehehehe

27 ágúst 2011

Þann 9. október árið 2003 frumsýndi Svenska Teatern í Helsinki, Hellisbúan með Sixten Lundberg. Leikstjóri sýningarinnar var hafnfirðingurinn Gunnar Helgason. Það eru sem sagt átt ár síðan og en gengur Hellisbúinn fyrir fullu húsi og er að hefja sitt níunda leikár. Engin sýning hefur áður verið sýnd oftar en 300 sinnum í leikhúsinu og dregið að sér yfir 45000 gesti.
Sixten og Gunni hjartanlega til hamingju.

12 ágúst 2011

Mmmmm næs!

Í gær var dagur menningarinnar hér í Vasa. Menninganótt kalla þeir fyrirbærið á Íslandi. Þar eyða þeir miklum peningum í flugelda"sýningu"... sem allir bíða eftir :( Og bærinn iðar allur af uppákomum og eftirvæntingu... hvernig verður flugeldasýningin í ár?
Hér í Vasa upplifði maður menninguna í ró og góðu veðri. Gengum á milli safna, hlustuðum á skemmtilega tónlist, kíktum í leikhús til að sjá hvað þar verður í boði í haust. Síðan skolar ég þessu öllu saman niðu með vænum slurk af bjór á góðum pöb. Kvöldinu lauk svo með sýningu himnaguðanna, þar sem himnafestingin logði öllu í rauðgullinni ljósadýrð, við sólsetrið. Mmmmm næs!

08 ágúst 2011

Tíminn flýgur :)

Alltof langt síðan ég setti innlegg á þennan reikning :)
Allt gott að frétta. Fórum til Íslands í lok júni. Það gekk eins og maður gerði ráð fyrir... Þurftum að byrja á því að bíða í tvo daga í Helsinki vegna yfirvinnubanns flugmanna Icelandair. Þannig að ég fór beint norður í Skagafjörð á landsmót hestamanna. Stoppaði þar í tvo daga og svo suður í Borgarfjörð á ættarmót. Þaðan beint austur á Höfn til Söndru, þar var loksins slappað af í tvodaga á indislegu heimili stóru stelpunnar minnar. Við forldrarnir vorum svo send heim á föstudagskvöldi. Hafði orð á því við Petru þegar við keyrðum yfir Múlakvísl um klukkan 21 að það væri mikið í henni. En að mér grunaði að brúin færi nokkrum tímum seinna... nei. Þannig að börnin okkar sem ætlðu að koma daginn eftir voru föst á Höfn til mánudags, en þá komu þau með flugi. Þau nutu hinsvega þess að vera öll saman fjögur EIN í fyrsta skipti.
Heimsóknir urðu miklu færri (eins og venjulega) en við vorum búin að áætla. Vona að allir okkar góðu vinir fyrirgefi okkur það :)
Sumarið búið að vera langt og heitt... sem er æðislegt eftir alltof langan og kaldan vetur.
Er núna að undirbúa að opna litla huggulega búð sem verður með íslenska vörur á boðstólnum. Ætla að vera með talsvert vöruúrval til að byrja með og sjá hvað er að seljast. Kaupi sem minnst inn, legg upp með umboðssölu. Hver vill vera með?

14 mars 2011

Ertu að leita að vinnu?

Að vera í Noregi og þjálfa bestu kynbótahesta Noregs eru forréttindi. Skrítið að það skuli ekki vera biðlisti hjá Kringeland af þeim sem vilja aðeins vinna við að þjálfa og temja það besta. Hér hjá Kringeland, rétt við sænskulandamærin fyrir austan Osló, vantar góðan tamningamann og þjálfara næsta haust. Kemur vel til greina að ráða par. Góð aðstaða, frábær hross og vinnuveitandi eins og maður vill hafa hann, lipur og skemmtilegur. Stutt til allra höfuðborga í skandinavíu og frábær skíðalönd í næsta nágrenni. Ef þú veist um einhvern, láttu hann/þau/hana þá endilega hafa samband við mig eða hringja í Inge Kringeland +47 97560001

02 mars 2011

Tjaldbúar

Úlalala... alveg ógeslea gaman a koma heim.
Við erum búin að vera meira og minna á skíðum síðan. Fyrst hér í Vasa svo sl. tvo daga í Seinajoki. Alveg frábært. Krakkarnir sofa í tjaldi þessa dagana... ekki úti í snjónum... nei... í stofunni. Ég kom með tjald frá Noregi sem ég gaf Adam. Hann tjaldaði í stofunni og þau A&A sofa í tjaldinu. Smá æfing fyrir sumarið. Hef trú á að þau sofi margar nætur í tjaldi í sumar. Varðhundurinn Askur sytur við tjaldið og vonar að það verði opnað svo hann fá líka að kúra inni... inni í tjaldinu...
Á morgun förum við til Tammerfors í vetrarfrísreisu. Ætlum að sofa eina nótt á hóteli og gera fullt af skemmtilegu.