Stefán Sturla Sigurjónsson

03 febrúar 2009

Snjór og sæla

Í dag er skíðadagur í skólunum þeirra Adams og Önnu. Því miður er Anna komin með hálsbólgu og slæmann hósta svo hún er heima með pabba í dag. Veðrið er hins vegar alveg frábært. -5° og algerlega heiðskírt. Sólaruppkoman hér í Sundom er bara æði. Það spáir mikilli snjókomu á fimmtudaginn þá opna vonandi allra skíðabrekkurnar. Nú er bara ein opin og henni haldið við með snjóblásara. Ísarnir orðnir vel sterkir svo það væri gaman að vera tilbúinn með hesthúsið og hesta þar. Þá væri hægt að þeysa um spegilslétta ísana. En nú gæti ég t.d. farið ríðandi á ís til Molpe sem er um 40 km leið. Haldiði að það væri gaman að eiga góðann íssleða og setja hann við flottann hest? Mmmm ég fæ gæsahúð við tilhugsunina. Kannski hafa þá tvo fyrir sleðanum og alla fjölskylduna um borð undir þykkum teppum með heitt kakó. Talandi um umhverfisvænt ferðalag...

2 Ummæli:

  • Þann 2:37 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    oh má ég koma með??

    hljómar meiri háttar hehe.

    Æjj vonandi að litlu prinsessunni minni batni nú :) kyssir hana og Adam líka frá mér.

    KKV,
    Solla

     
  • Þann 12:13 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Bara velkomin Solla mín. Hér eru líka bestu hönnunarskólar í evrópu. Bara svona ef þú ert að leita að góðum skóla... hehehehe

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim