Allt á grænu með Græna landið.
Meira af góðum fréttum. Fékk þær upplýsingar frá Seiju Mestärinne leikhússtjóra í Wasa teater (sænskumælandi leikhúsið í Vasa) að Anna Grönblom, leikkona sem ég hafði óska eftir í hlutverk Lilju í "Græna landinu" sem ég set upp næsta vetur í leikhúsinu, ætlar að vera með. Þetta er ákaflega ánægulegt fyrir mig, því hún er mjög vandlát á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Ekki síður er ég ánægður með að þíðandinn sem ég óskaði eftir sagði líka já. Það er Elín Snickarsdóttir. Hún er íslensk leikkona og leikstjóri sem er alin upp í austurbotni Finnlands og talar því þá sænsku málísku sem töluð er í Vasa. Hún er skrifuð Snickarsdóttir en er í raun dóttir Borgars Garðarssonar leikara sem fer með hlutverk Kára í Græna landinu. Elín býr á Íslandi en vinnur aðalega með finnskum leikhóp í Helsinki. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir uppsetningar sínar. Eitthvað sem íslenskir leikhússtjórar ættu að athuga. Nú bíð ég bara eftir svari frá ungum leikara, Gogo Idman sem ég hef beðið að taka hlutverk Páls.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim