Nema hvað...
Í gær lækkaði Seðlabanki Svía stýrivexti um 1%. úr 2% í 1%, áður hafði bankinn lækkað vextina mikið. Þetta var gert til að koma efnahagskerfinu aftur af stað. Gera framkvæmdaraðilum, fyrirtækjum og heimilum kost á ódýrum lánum. Hér í Finnlandi hafa vextir verið að hríðlækka. Eru komnir langt niður fyrir 4% á húsnæðislán og engin vísitölutenging. Sagt var frá í fréttum í gær að húsnæðismarkaðurinn er aftur komin vel af stað í Finnlandi. Hagkerfi skandinavíulandanna eru að taka við sér eftir mikla hægingu í haust og vetur. Hvað gerist á Íslandi. Seðlabankastjórar hafa haldið uppi 18% stýrivöxtum. Telja sig ríki í ríkinu. Tveir hafa fallist á afglöp sín en einræðisbullan og tortímandinn ætlar ekki að láta segjast.
3 Ummæli:
Þann 10:26 e.h. , Nafnlaus sagði...
Það er spennandi hátíð framundan í landi jólasveina og hreindýra þar sem kynna á land óþekku jólasveinanna og óhreinu nagdýranna sem stjórna.
Ég treysti því minn kæri að þú komir upplýsingum óbjöguðum til frænda okkar svo þeir megi sjá hvað þeir hafa náð góðum og í sannleika sagt, öfundsverðum árangri þrátt fyrir erfið ár fyrir ekki svo löngu síðan.
Hvernig er atvinnuástand þarna, hvað er í boði ?
Þann 10:28 e.h. , Nafnlaus sagði...
Djöfuls dónaskapur, afsakið enskuna mína, maður á auðvitað ekki að skrifa nafnlaust.
Kær kveðja, Kristján Örn aka boldheadbanger.
Þann 9:59 f.h. , Nafnlaus sagði...
Kæri Kiddi! Hérna er atvinnuástandið í jafnvægi. Auðvitað haf verið uppsagnir. Þó aðalega hjá risafyrirtækjunum. Það heitir hagræðing. Þau fyrirtæki sem er að stórumhluta með starfsemi í öðrumlöndum og finna meira fyrirástandinu í heiminum. Þetta verður auðvita víti á Íslandi næstu tvö árin. Svo lagast þetta...
Þinn vinur SSS
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim