Stefán Sturla Sigurjónsson

08 febrúar 2009

Sorglegir trúðar...

Gæti alveg hugsað mér að svona hafi samtal sjálftökuforingjanna Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar verið í haust um Seðlabankann.

Geir: Kæri Davíð. Viltu hætta sem Seðlabankastjóri?
Davíð: Neibb.
G: Gerðu það...
D: Neibb.
G: Get ég ekki gert eitthvað fyrir þig í staðinn?
D: Þú??? hehehe... Nei.
G: En ef ég redda flottu djobbi?
D: Neibb.
G: Sendiherra?
D: Neibb.
G: ...eða ofur eftirlaun?
D: Hef þau... heheheheee.
G: Ritstjóri moggans?
D: Ertu fífl, pjakkurinn þinn? Ég stjórna mogganum
G: Ok. Hvað á ég þá að segja við Ingibjörgu?
D: Að ég komi aftur í pólitíkina, verði forsætis og allt, ef ég stjórna ekki landinu í Seðlabankanum... hehehee.
G: Já... hehe??? Sniðugt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim