Óvæntur pakki :-)
Í gær kom óvæntur pakki frá systrunum á Íslandi. Adam og Anna voru í skýunum. Við Petra náttúrulega líka. Sandra hafði prjónað þessar líka æðislegu peysur á litlu systkini sín. Anna var í sinni á skíðum í gærkvöldi en Adams er svolítið of stór eins og er. Ég kann nú ekki alveg á svona peysur, kannski er hægt að þvo hana og láta lopann draga sig svolítið saman??? Svo voru skemmtileg nef fyrir öskudaginn. Hér í Finnlandi er reyndar ekki hefð fyrir neinum öskudagsuppákomum líkta og á Íslandi. En við gerum eitthvað skemmtilegt. Það var líka nammi... íslenskt nammi... mmmm. Síðan fengum við Petra disk frá bítlasýningunni á Höfn sl. haust. Þar var Sandra Björg "söngkona" í stóru númeri og söng nokkur bítlalög. Við fengum líka diskinn frá minningartónleikunum um Villa Vill. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvort það verði ekki hlustað, skoðað og etið um helgina... og allt íslenskt.
Elsku stelpurnar mínar, takk fyrir okkur.
3 Ummæli:
Þann 7:27 e.h. , Nafnlaus sagði...
hihi gott að þið eruð ánægð :) englarnir okkar mega nú ekki fara á mis við öskudagsfýlinginn :)
Helgarplanið hljómar vel hjá ykkur, meira get ég ekki sagt :) og mundu bara, ég sat á fremsta bekk á BÁÐUM tónleikunum og showinu hehe :)
Riiiisa kossar og rembiknús til allra.
Sakn sakn
Þín Solla
Þann 12:38 f.h. , Nafnlaus sagði...
Hehe gott að ykkur líkaði pakkinn... :)
Varðandi peysuna þá er pínu "hættulegt" að þvo hana því það er svo mikil hætta á að hún hlaupi of mikið og verði einhver ullarklumpur sem er svo stífur að það er ekki hægt að beygja ermarnar... En kannski kann mormor eitthvað ráð... svona ömmur kunna alltaf ótal ráð varðandi ullarföt ;)
knús til ykkar allra :)
Sandra
Þann 10:37 f.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Takk fyrir ráðið Sandra mín...
Pabbsen
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim