Stefán Sturla Sigurjónsson

17 febrúar 2009

Náttúran er flott

Það var ískalt í skíðaskólanum í gærkvöldi -16° þannig að frostrósir glitruðu í kvöldkulinu. Þegar við stóðum einu sinni saman í röðinni við lyftuna, ég og Anna, þá sagði hún "sjáðu hvað loftið er fallegt pabbi, það glitrar eins og perlur". Hún er svolítið lík Sollu systur sinni, allt sem glitrar er fallegt. Í morgun var svo rúmlega 20° frost. Það er svolítið kalt. Ekkert mál að klæða það af sér, en að draga þetta ískalda loft ofan í lungun... það er kalt. Svo frís rakinn þegar maður andar frá sér, í skegginu. En í svona kulda, er náttúran himnesk. Heiðskírt, logn og það marrar í snjónum. Morgunsólin málar gullna áferð á annars hvíta myndina... Já náttúran er flott.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim