Hesthúsið málað...
Við Adam Thor fórum út í hesthús í morgun og máluðum yfir hluta af timburverki hesthússins. Liturinn er valinn vegna samhengis við rauðbrúnu hleðslusteinanna í útveggum skammhliða hesthússins. Okkur finnst þetta koma bara vel út. Það var svolítið kalt í morgun en við erum með hitalampa fyrir ofan málinguna svo hún þorn en frjósi ekki. Eins og sést eru útveggirnir klæddir með bárujárni og stíurnar með timbri öþrumegin en bárujárni hinumegin. Milliveggirnir eru 150 cm. háir og lækka niður að framan í 120cm. þar sem hurðin er. Það eru tvær stíur 270X250 og ein sem er 160X250. Ættum því auðveldlega að geta verið með fimm hesta. Höfum möguleika á tveimur einshesta stíum í viðbót í húsinu. En ég held að það verði alger óþarfi... því hestamennskan á ekki að verða atvinna heldur hobbý.
2 Ummæli:
Þann 4:00 e.h. , Nafnlaus sagði...
Þetta verður nú aldeilis flott! hlakka til að sjá í sumar :D
Addisen alltaf jafn sætur hihi.
Í dag ætlum við að byrjað flytja það helsta, sofum kannski 1.nóttina í nótt.
Kossar til allra.
Ykkar
Solla
Þann 10:56 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Elsku Solla til hamingju með íbúðina. Allir spenntir að fá ykkur í heimsókn...
Pabbsen
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim