Ég spekúlera
Ég spekúlera um stöðu formanns Samfylkingarinnar.
Hvers vegna á hún að halda áfram:
- Hún er veik og maður rekur ekki veika manneskju.
- Enginn "má" gagrýna veika manneskju í veikindaleifi.
- Maður á að skammast sín fyrir að hafa skoðanir á veikri manneskju.
- Hún er búin að vera stjórnmálamaður svo lengi.
- Hún vill halda áfram.
- Hún lét Jóhönnu Sigurðar eftir forsætisráðherrastólinn í núverandi ríkisstjórn.
Af hverju ætti Ingibjörg Sólrún að hætta sem formaður Samfylkingarinnar:
- Hún er veik.
- Veik manneskja á ekki að leggja það á sig eða aðra að þurfa taka tillit til veikinda sinna í opinberu sarfi.
- Hún klúðraði málum rækilega í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
- Hún er tækifærissinni af gamlaskóla stjórnmálanna.
- Stjórnarfólk Samfylkingingarinnar þarf að axla ábyrg á bankahruninu jafnt og aðrir flokkar á alþingi.
- Hún nýtur ekki trausts hins almenna kjósanda Samfylkingarinnar og er alls ekki besti kostur Samfylkingarinnar í formanninn.
2 Ummæli:
Þann 10:43 f.h. , Nafnlaus sagði...
Æj elsku pabbi... mikið svakalega ertu agresífur... þú gerir manni svo auðvelt fyrir að vera ósammála þér og pirraðan á þessum fullyrðingum...
Sandra Pandra
Þann 1:42 e.h. , Nafnlaus sagði...
Það er þinn veikleiki Sandra mín, að geta ekki litið hlutlaust á málin þurfa allt of oft að láta þau fara í purruna þína. En það ernú bara eitthvað sem þú verður að eiga við þig. Og sætta þig við að kallinn hafi skoðanir. Hann hefur alls ekki beðið neinn að vera sammála þeim... eða þannig.
Pabbs
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim